Preview Mode Links will not work in preview mode

Gullkastið


Gullkastið er hlaðvarpsþáttur Kop.is sem hóf göngu sína í maí árið 2011

Jan 27, 2020

Stjórnandi: Maggi 

Viðmælendur: SSteinn og Hafliði Breiðfjörð

Síðast þegar Liverpool vann ekki fótboltaviðureign var þegar U9 ára liðið tapaði gegn Aston Villa á síðasta áratug. Það var því svekkjandi sjokk að missa Shrewsbury í aukaleik í bikarnum og það í miðju vetrarfríinu. Bölvaður óþarfi raunar og skiptar skoðanir um það hvernig Liverpool ætlar að tækla það. Wolves var hinsvegar klárað í deildinni í hörkuleik og framundan eru tveir leikir í deildinni.

Hafliði Breiðfjörð eigandi fotbolti.net var með okkur að þessu sinni og fór m.a. yfir baráttu sína gegn yfirvöldum fyrir hönd síðunnar enda verið að skekkja samkeppnisumhverfi síðunnar töluvert.