Jan 4, 2023
Það er fullkomlega búið að skrúfa niður í þungarokksfótboltanum sem Liverpool spilaði undir stjórn Klopp og breytingar á leikmannahópi liðsins undanfarin ár eru bara ekki nógu sterkar, oftar en ekki bókstaflega. FSG hefur líklega aldrei verið undir meiri pressu en einmitt í þessum glugga enda þörf á alvöru styrkingu á miðsvæðinu fullkomlega æpandi.
Eftir skipsbrotið gegn Brentford var ekki annað hægt en að rýna í stöðuna í víðara samhengi og greina helstu vandamál félagsins og ógnvekjandi hraða hnignun liðsins það sem af er vetrar.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.