Preview Mode Links will not work in preview mode

Gullkastið


Gullkastið er hlaðvarpsþáttur Kop.is sem hóf göngu sína í maí árið 2011

Dec 12, 2022

Luis Diaz er aftur meiddur, enn einn leikmaður Liverpool sem meiðist strax aftur eftir að hafa náð sér af meiðslum og ljóst að Liverpool þarf að gera eitthvað stórt á leikmannaglugganum til að vinna upp á móti öllum þessum lista leikmanna sem eru bara alltaf frá vegna meiðsla. Diaz, Jota og Nunez hafa nú þegar verið meira frá en Bobby, Mo og Mané. Slúðurmyllan er enda farin að rúlla fyrir alvöru núna. HM er á lokametrunum og Liverpool er farið að spila æfingaleiki á ný.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


  Egils Gull       Húsasmiðjan          Sólon           Jói Útherji         Ögurverk ehf