Preview Mode Links will not work in preview mode

Gullkastið

Gullkastið er hlaðvarpsþáttur Kop.is sem hóf göngu sína í maí árið 2011

Dec 28, 2023

Síðasti þáttur ársins og af því tilefni spáðum við aðeins í leikmannamarkaðinn framundan í janúar. Hlóðum í stutt uppgjör á árinu 2023 þar sem helst stendur uppúr að Liverpool varn Man Utd 7-0 á Anfield. Þrír nokkuð ólíkir leikir í jólatörninni og alvöru slagur framundan strax eftir...


Dec 19, 2023

Hrikalega svekkjandi markalaust jafntefli á Anfield um helgina og ósannfærandi frammistaða hjá okkar mönnum. Of margir lykilmenn ekki alveg að finna fjölina undanfarnar vikur en þurfa heldur betur að leita betur fyrir stórleikinn um næstu helgi. Toppsætið um jólin í boði í þeim leik.

Það er svo...


Dec 11, 2023

Tilvitnun Bill Shankly á ansi vel við eftir þessa viku “Ay, here we are with problems at the top of the league” Tveir frekar ósannfærandi útisigrar, sex stig og einhvernvegin er Liverpool komið á toppinn í deildinni. Tökum því heldur betur fagnandi.

Tvær umferðir og mikið leikjaálag hjá toppliðunum...


Dec 4, 2023

Liverpool þurfti fjögur mörk á Anfield til að rétt svo merja sigur gegn Fulham sem er alltaf jafn óþægilegur andstæðingur fyrir Liverpool. LASK var ekki eins mikið vandamál í miðri viku og farseðillinn í 16-liða úrslit í Evrópudeildinni þar með staðfestur.
City, Villa og Tottenham töpuðu öll...


Nov 27, 2023

Það er ákaflega sjaldan sem stuðningsmenn Liverpool eru sáttir við jafntefli en ætli við getum ekki tekið þessu um helgina. Liverpool er fyrir vikið enn vel á lífi í annars mjög jafnri deild sem hefur farið ágætlega af stað. Framundan er ekkert asnalegt HM í eyðimörk heldur rosalegur mánuður þar...