Jan 21, 2020
Auðvitað var beðið eftir United með lagið sem andstæðingar Liverpool hafa af einhverjum undarlegum ástæðum dreymt um að heyra á Anfield í nokkra mánuði. Þetta gat ekki verið mikið fullkomnari tímasetning en í uppbótartíma gegn United til að gulltryggja sigurinn og svo gott sem afgreiða deildina í leiðinni. Þetta var besta fótboltahelgi á miðju tímabili í sögu enska boltans og það var hrikalega gaman að ræða hana.
Eðlilegt line-up að þessu sinni og upphitun fyrir Pub Quiz í bónus þar sem SSteinn og Maggi mættust.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi