Preview Mode Links will not work in preview mode

Gullkastið


Gullkastið er hlaðvarpsþáttur Kop.is sem hóf göngu sína í maí árið 2011

Apr 12, 2023

Staða Liverpool er þannig í deildinni að jafntefli dugar ekki til og skiptir engu hvort spilað sé gegn Chelsea eða toppliði Arsenal. Frammistaðan var vissulega mun betri síðasta klukkutímann í þessum leikjum en afhroðið sem okkur var boðið fyrstu tvo tímana sem er kannski tímabilið í hnotskurn.

Já og auðvitað var vonin sem fylgdi fréttum af tilboði Liverpool í Jude Bellingham drepin strax með fréttum innan herbúða Liverpool að hann væri ekki lengur skotmark í sumar, of dýr. Sjáum til með það og ræðum betur í þætti vikunnar.

Níu leikir eftir og ekkert svigrúm eftir til mistaka og satt að segja dugar það samt ekki til.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


 Egils Gull / Húsasmiðjan / Miðbar / Jói Útherji / Ögurverk ehf