Preview Mode Links will not work in preview mode

Gullkastið


Gullkastið er hlaðvarpsþáttur Kop.is sem hóf göngu sína í maí árið 2011

Aug 28, 2023

Darwin Nunez stimplaði sig inn með látum og afgreiddi Newcastle eftir hroðalega pirrandi leik. Vonandi túrbóskotið sem Liverpool þarf fyrir þessu tímabili og byrjunin fyrir alvöru á hans ferli hjá Liverpool. Aftur kemur Liverpool til baka og vinnur og aftur þarf liðið að spila manni færri stóran hluta leiksins eftir soft rautt spjald. Alvöru karakter í þessu liði greinilega.

Þetta er svo síðasta vika leikmannagluggans og um helgina bíður Aston Villa, síðsti leikurinn fyrir landsleikjahlé.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn

Kop.is Hópferð með Verdi Travel á Anfield


Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel Jói Útherji / Ögurverk ehf