Preview Mode Links will not work in preview mode

Gullkastið


Gullkastið er hlaðvarpsþáttur Kop.is sem hóf göngu sína í maí árið 2011

May 16, 2023

Scouse bræðurnir sáu saman um Leicester með aðstoð Mo Salah og viðheldur Liverpool fyrir vikið áfram pressu á Newcastle og Man Utd í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Meira getum við ekki farið fram á eftir þennan langa vetur. Titilbaráttan er hinsvegar búin og línur aðeins farnar að skýrast í æsispennandi fallbaráttu. Næst er það síðasti heimaleikur tímabilsins og kveðjustund tveggja goðsagna hjá Liverpool.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


 Egils Gull / Húsasmiðjan / Miðbar / Jói Útherji / Ögurverk ehf