Oct 24, 2023
Everton bætti met W.B.A yfir fæstar heppnaðar sendingar í deildarleik í Úrvalsdeildinni þegar þeir mættu með sína tveggja hæða rútu á Anfield án árangurs. Borgin er og verður alltaf rauð. Er Liverpool í toppbaráttu/titilbaráttu? Tókum stöðuna á deildinni almennt og vottuðum bæði Bill Kenwright (Mr. Everton) og Bobby Charlton (Mr. Manchester United) virðingu en báðir féllu frá í vikunni. Tveir leikir í þessari viku og báðir á Anfield. Fulla ferð.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur
að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Jói Útherji / Ögurverk ehf