Preview Mode Links will not work in preview mode

Gullkastið


Gullkastið er hlaðvarpsþáttur Kop.is sem hóf göngu sína í maí árið 2011

Sep 18, 2023

Enn ein endurkoman og á endanum góður sigur í hádegisleik eftir landsleikjahlé þar sem Liverpool spilaði alla hittarana í fyrri hálfleik. Ágætis helgi heilt yfir í enska boltanum frá okkar sjónarhóli. Þetta er svo allt að fara í venjulega rútínu í þessari viku þegar við hefjum tvo leiki á viku kafla fram að næsta landsleikjahléi. Austurríki á fimmtudaginn og West Ham mætir svo á Anfield um helgina. Fyrst kvöddum við þó að sjálfsögðu Rauða Ljónið, hann kom með enska boltann til Íslands og spilaði auðvitað í fyrsta Evrópuleik í sögu Liverpool. 

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel Jói Útherji / Ögurverk ehf