Preview Mode Links will not work in preview mode

Gullkastið


Gullkastið er hlaðvarpsþáttur Kop.is sem hóf göngu sína í maí árið 2011

May 23, 2022

Uppgjör á lokadegi tímabilsins og tímabilinu í heild var aðalmál á dagskrá í þessari viku með annað augað á hvað gerist í framhaldinu, bæði á leikmannamarkaðnum og auðvitað í París um helgina.
Einar Örn annar af stofnendum Kop.is mætti aftur eftir langt hlé og fréttamaðurinn knái og fráfarandi Formaður Liverpool klúbbsins Hallgrímur Indriða var með okkur að auki.

1.mín – Lokaumferðin á Anfield og Etihad
28.mín – Leikmannamarkaðurinn hjá Liverpool
41.mín – Uppgjör á tímabilinu hjá helstu liðum af rest
70 mín – París næstu helgi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti:
Egils Gull (léttöl)
Húsasmiðjan
Sólon Bistro Bar
Ögurverk ehf

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Einar Örn og Hallgrímur Indriða
Einar er eigandi Zócalo á Norðurlöndum sem við mælum auðvitað eindregið með.