Preview Mode Links will not work in preview mode

Gullkastið


Gullkastið er hlaðvarpsþáttur Kop.is sem hóf göngu sína í maí árið 2011

Jul 21, 2020

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi, SSteinn og meistari Sverrir Jón Gylfason.

Stóra stundin er formlega á dagskrá eftir leik á miðvikudaginn þegar Jordan Henderson lyftir bikarnum á loft. Við fengum einn besta vin þáttarinn Sverri Jón með okkur í þáttinn til að fara yfir helstu fréttir í þessari viku. Sverrir er stjórnarmaður í Liverpool klúbbnum á Íslandi og fór yfir það hvernig þeir ætla að fagna titlinum og hvað er framundan hjá klúbbnum.

Arsenal og Burnley voru frammistöður sem eiga að duga til sigurs en svona er fótboltinn, smá kæruleysi í okkar mönnum. City slapp með skammastu þín aftur og Leeds er komið aftur í efstu deild.

Þetta og fleira í þætti vikunnar, síðasta þætti áður en mótið er á enda.