Preview Mode Links will not work in preview mode

Gullkastið


Gullkastið er hlaðvarpsþáttur Kop.is sem hóf göngu sína í maí árið 2011

Nov 25, 2019

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur:SSteinn og Maggi

Fótboltaleikur er 90 mínútur plús uppbótartími og til að fá eitthvað gegn Liverpool um þessar mundir þarf að halda einbeitingu allan þennan tíma. Enn einn hugarfarssigurinn niðurstaðan um helgina með sigurmarki á lokamínútunum, dásamlegt. Framundan er eina liðið sem hefur unnið Liverpool á leiktíðinni og strax í kjölfarið heimaleikur gegn Brighton til að slútta nóvember.