Preview Mode Links will not work in preview mode

Gullkastið


Gullkastið er hlaðvarpsþáttur Kop.is sem hóf göngu sína í maí árið 2011

May 26, 2022

Stærsti leikur tímabilsins framundan, Liverpool – Real Madríd í París í Úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þetta verður einfaldlega ekkert stærra en það. Hituðum upp fyrir leikinn í París, tókum stutt spjall við hressa meistara úr stjórn Liverpool klúbbsins sem eru staddir í París og horfðum aðeins yfir tímabilið sem var að klárast um helgina.

1.mín – Lokaumferðin og stemmingin á Anfield
18.mín – Real Madríd í París
28.mín – Stemmingin í Parísarborg
41.mín – Samanburður á liðunum

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti:
Egils Gull (léttöl)
Húsasmiðjan
Sólon Bistro Bar
Ögurverk ehf

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Magg auk þess sem við heyrðum í Braga Brynjars, Sverri Jóni og Pálma Theódórs hjá Liverpool klúbbnum