Mar 6, 2023
Af öllum Liverpool liðumm sögunnar vann þetta lið stærsta sigur
sögunnar gegn þeim! Ekki bara var þetta Man Utd heldur var þetta
Man Utd á bullandi siglingu með tilheyrandi moldviðri í allan
vetur. Stærsta tap United í Úrvalsdeildinni og raunar frá því vel
fyrir heimsstyrjöldina kom á Anfield Road í gær. Þetta tímabil
hættir ekki að vera skrítið og fullt af öfgum í báða enda. Þetta er
ekki einu sinni stærsti sigur tímabilsins, klárlega sá sætasti
samt.
Fyrir helgina vann Liverpool góðan 2-0 sigur og fékk jafn mörg stig fyrir það, eins asnalegt og það nú er. Tvö mörk í seinni hálfleik og það bara seint í hálfleiknum. Já og Liverpool skoraði sex mörk í seinni hálfleik gegn United, það var einu sinni vesen.
Næst er það Bournemouth, Liverpool vann þá 9-0 síðast…
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils
Gull / Húsasmiðjan / Miðbar / Jói
Útherji / Ögurverk
ehf